Rory McIlroy búinn að ráða kylfubera

Fyrr á þessu ári sagði Rory McIlroy skilið við J.P. Fiztgerald, kylfubera sinn, eftir margra ára samstarf. McIlroy réði þá æsku vin sinn, Harry Diamond til þess að vera á pokanum hjá sér þar til annað kæmi í ljós.

Nú hefur McIlroy tilkynnt að hann ætli að halda áfram að vinna með vini sínum, en sjálfur spilaði Harry Diamond golf fyrir írska landsliðið á sínum tíma. 

McIlroy hefur verið að jafna sig á meiðslum undanfarnar vikur. Eins og greint var frá fyrr í vikunni mun McIlroy snúa aftur á völlinn í janúar þegar hann verður á meðal þátttakenda í Abu Dabi Championship mótinu.