Rickie Fowler spenntur að Woods sé fyrirliði

Eins og greint var frá í morgun þá verður Tiger Woods fyrirliði bandaríska liðsins í Forsetabikarnum á næsta ári þegar mótið fer fram í Ástralíu.

Sú athyglisverða staða gæti komið upp að Woods yrði sjálfur í liðinu og nú sérstaklega eftir að hafa spilað sig inn í hug og hjörtu fólks að nýju er það alls ekkert ólíklegt.

Rickie Fowler, sem verður vafalaust einn af burðarstólpum bandaríska liðsins á næsta ári sagði að þetta væri augnabilk sem hann og margir hefðu beðið eftir.

„Þetta er eitthvað sem við höfum beðið eftir lengi og að fá tækifæri til að spila með Tiger sem fyrirliða. Eins og staðan er núna þá gæti hann auðveldlega orðið spilandi fyrirliði, sem væri pínu töff.“