Rahm sigraði með yfirburðum á Hero World Challenge

Spánverjinn Jon Rahm sigraði í dag á Hero World Challenge mótinu sem fór fram dagana 29. nóvember - 2. desember.

Rahm lék hringina fjóra á 20 höggum undir pari og sigraði að lokum með fjögurra högga mun. Á lokahringnum lék Spánverjinn ungi á 7 höggum undir pari og tapaði ekki höggi.

Rahm hefur nú sigrað á þremur mótum á árinu en hann hafði áður sigrað á Opna spænska og CareerBuilder Challenge mótinu.

Tony Finau endaði í öðru sæti á 16 höggum undir pari, höggi á undan Justin Rose sem varð þriðji.

Gestgjafi mótsins, Tiger Woods, náði sér ekki á strik í mótinu og endaði í næst síðasta sæti á höggi undir pari í heildina. Woods lék lokahringinn á höggi yfir pari.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is