Rahm: Æðisleg tilfinning að vinna hérna

Spánverjinn Jon Rahm stóð uppi sem sigurvegari á móti helgarinnar á Evrópumótaröð karla, Opna spænska meistaramótinu. Sigurinn er sá fyrsti hjá Rahm í heimalandi sínu eftir að hann varð atvinnukylfingur en hann hafði áður orðið landsmeistari alls sjö sinnum í ýmsum aldursflokkum.

„Þetta er svo æðisleg tilfinning,“ sagði Rahm eftir sigurinn. „Þegar ég ákvað að koma hingað eftir Masters mótið var það ekki til þess eins að vera með. Mig langaði að vinna.

Mér hefur gengið vel hérna sem áhugamaður og það er erfitt að útskýra hversu góð tilfinning það er að komast í þennan magnaða hóp Spánverja sem hafa unnið þetta mót.“

Rahm hefur á sínum stutta ferli sigrað á fimm mótum á Evrópu- og PGA mótaröðinni en hans fyrsti sigur kom á Farmers Insurance mótinu í janúar árið 2017. Magnaður árangur hjá Spánverjanum unga sem er einungis 23 ára gamall.

„Þetta hefur verið magnað. Þetta var klárlega erfiðasti sunnudagur sem ég hef upplifað í móti hingað til vegna þess að bæði mig og áhorfendum langaði þetta svo mikið. Það sást vel hve spenntir þeir voru, ég fann það, ég fann fyrir stressinu. Það spilaði stóra rullu. Ég kom aðallega hingað fyrir fólkið þannig að ég er mjög glaður að hafa náð þessum titli fyrir heimamenn.“

Ísak Jasonarson
isak@vf.is