Rafmagnskerrur heitasta söluvaran í Erninum

Örninn er fluttur í nýtt húsnæði en þó ekki meira en drævlengd frá gamla staðnum!

Rafmagnskerrur eru heitasta söluvaran þetta sumarið í golfversluninni Erninum sem nú er komin á nýjan stað, um það bil eina drævlengd frá Húsgagnahöllinni þar sem Örninn var í mörg ár. Nýju húsakynnin eru að Bíldshöfða 9 þar sem verslunin er nú í rúmgóðu og björtu plássi.

Rafn Stefán Rafnsson, verslunarstjóri segir viðtökurnar við flutningnum hafa verið afar góðar og aðspurður um verslunina í sumar sömuleiðis hafi verið mjög góð. „Þetta hefur verið mjög gott. Við erum með mjög fjölbreytt úrval fyrir alla kylfinga og með styrkingu krónunnar hefur verðið hjá okkur lækkað mikið að undanförnu. Viðbrögðin við því hafa verið mjög góð,“ segir Rafn.

Nýi Taylor Made dræverinn, M2 hefur slegið í gegn og er söluhæsti dræverinn. Rafn segir að bæði lág- og háforgjafarkylfingar vilji eignast svona kylfu eins og margir af frægustu kylfingum heims nota. Í járnakylfum hafa Srixon verið heitar en nú er golfsett nánast ekki selt nema kylfingurinn fari í mælingu á undan. Það er að sjálfsögðu gert í versluninni.

Allir þurfa golfbolta en þar hefur Taylor Made TP5 slegið Titleist ProV1 út í vinsældum en þá eru Srixon boltar mjög vinsælir líka en þeir eru á mun lægra verði.
Það er ekki leiðinlegt að ganga um nýju búðina því úrvalið er mikið. Í fatnaði hefur hið þekkta merki Galvin Green verið vinsælast í mörg ár og það hefur lítil breyting orðið á því í Erninum.

Þegar Rafn er spurður um heitustu söluvöruna í ár þá er hann ekki í vafa. Það eru Powakaddy rafmagnskerrur. Verðið hefur lækkað mjög mikið á rúmu ári aðallega vegna styrkingar krónunnar og nú er hægt að fá öfluga kerru á um 130 þús. kr. Nýjasta útgáfan mun líklega slá í gegn því hún er útbúin með GPS búnaði og er þannig fjarlægðamælir líka. „Já, þetta er magnað. Við erum búnir að klára hverja sendinguna á fætur annarri,“ sagði Rafn en auðvitað er líka hægt að fá „venjulega“ þriggja hjóla kerru á undir 30 þús. kr.

Verslunin er rúmgóð og úrvalið mikið.

Vinsælasti dræverinn, Taylor Made M2.

Strákarnir í Erninum að Rafni verslunarstjóra undanskildum.

Vinsælustu járnin þessa dagana, Srixon.

Hver hefði átt von á því að Titleist fengi alvöru samkeppni á boltamarkaðinum, en það hefur gerst.