Queens bikarinn: Tap í fyrsta leik hjá Ólafíu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hóf leik í nótt í Queens bikarnum sem fer fram í Japan. Ólafía er hluti af úrvalsliði Evrópumótaraðarinnar sem mætir liðum frá Japan, Kóreu og Ástralíu í mótinu sem fer fram í þriðja skiptið. Japanska liðið hafði betur árið 2015 og það kóreska sigraði í fyrra.

Ólafía Þór­unn keppti í fyrsta leiknum með Car­ly Booth frá Skotlandi.  Mót­herj­ar þeirra voru Seon-Woo Bae og Jeong-Eun Lee frá Suður-Kór­eu. Ólafía og Booth töpuðu leiknum 4/3.

Lið Evrópu er í þriðja sæti eftir fyrsta daginn með tvö stig. Lið Suður-Kóreu er efst með 8 stig, Lið Japan er með 5 stig í öðru sæti og lið Ástralíu rekur lestina með 1 stig.

Annar hringur mótsins fer fram aðfaranótt laugardags. Þá er leikinn tvímenningur en mótinu lýkur svo á sunnudaginn með fjórmenning.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is