Queens bikarinn: Ólafía og Dimmock skildu jafnar við þær áströlsku

Lokaumferð Queens bikarsins var leikinn í nótt, en þar var Ólafía Þórunn Kristinsdóttir að keppa fyrir hönd Evrópumótaraðarinnar. Mótið samanstendur af liðum frá Evrópu, Japan, Kóreu og Ástralíu. Lið Evrópu lék um þriðja sætið á móti ástralska liðinu og fór svo að lokum að Ástralía vann leikinn 5-3.

Ólafía lék með Annabel Dimmock og mættu þær þeim Hannah Green og Whitney Hillier. Leikurinn var spennandi frá byrjun til enda. Hvorugt lið var meira en eina holu upp, en það voru samt Ólafía og Dimmock sem leiddu megnið af tímanum. Svo fór að lokum að leikurinn endaði jafn og hvort lið fékk eitt stig, en fyrir sigur var gefin tvö stig og fyrir jafntefli fékk hvort lið eitt stig.

Lið Evrópu tapaði tveimur af fjórum leikjum, vann einn og gerði eitt jafntefli.

Í úrslitaleiknum mættust lið Japans og Kóreu. Svo fór að lokum að Japan vann með miklum yfirburðum, en þær sigruðu þrjá af fjórum leikjum og einn fór jafntefli.

Hérna má sjá lokastöðuna í mótinu.