Queens bikarinn: Lið Japan fagnaði sigri á heimavelli

Úrvalslið Japan stóð uppi sem sigurvegari í Queens bikarnum sem lauk í nótt í Japan. Alls tóku fjögur lið þátt í mótinu en auk japanska liðsins kepptu lið frá Kóreu, Ástralíu og Evrópu. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var meðal keppenda. Hún tapaði tveimur leikjum og gerði eitt jafntefli.

Í úrslitaleiknum mættust lið Japans og Kóreu. Svo fór að lokum að Japan vann með miklum yfirburðum, en þær sigruðu þrjá af fjórum leikjum og einn fór jafntefli. Bæði lið hafa verið í sérflokki í Queens bikarnum frá stofnun mótsins árið 2015 en japanska liðið hafði betur árið 2015 og það kóreska sigraði í fyrra.

Í leiknum um þriðja sætið hafði úrvalslið Ástralíu betur gegn Evrópu. Nánar er hægt að lesa um það hér.

Úrslit leikjanna má sjá hér fyrir neðan:

Ai Suzuki og Momoko Ueda unnu Seon-Woo Bae og Jeong-Eun Lee, 3/2.

Misuzu Narita og Mamiko Higa unnu Ji-Hyun Kim 2 og Hae-Rym Kim, 2/1.

Kotone Hori og Ritsuko Ryu gerðu jafntefli við Jin-Young Ko og Char-Young Kim.

Fumika Kawagishi og Y Nishiyama unnu Ji-Hyun Oh og Ji-Hyun Kim, 1 upp.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is