Pressel búin að safna rúmlega 7 milljónum dollara

Risameistarinn Morgan Pressel hélt á dögunum góðgerðarmót 11. árið í röð sem ber heitið Morgan & Friends. Mótið í ár tókst einstaklega vel en samtals safnaðist rúm ein milljón bandaríkjadollara sem er til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini.

Sjö þekktir kylfingar hjálpuðu Pressel í mótinu að þessu sinni en það voru þær Brooke Henderson, Paula Creamer, Lexi Thompson, Gerina Piller, Brittany Lincicome, Cristie Kerr og So Yeon Ryu.

Pressel hefur nú náð að safna um 7,5 milljónum dollara frá því að hún stofnaði Morgan Pressel Foundation fyrir 11 árum. Hreint út sagt magnaður árangur.

Myndband frá mótinu má sjá hér fyrir neðan.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is