Phil Mickelson ekki hissa ef Woods sigrar um helgina

Phil Mickelson, sem sigraði á sínu fyrsta móti í nokkur ár um síðustu helgi þegar að hann stóð uppi sem sigurvegari á Heimsmótinu í Mexíkó, telur að Woods gæti sigrað sitt fyrsta mót í langan tíma nú um helgina á Valspar mótinu.

Líkt og Mickelson þá hefur Woods ekki sigrað á móti síðan árið 2013 þegar að hann vann Bridgestone Invitational Heimsmótið. Þrátt fyrir þennan langa tíma þá er Mickelson bjartsýnn fyrir hönd Woods.

„Ég væri ekki hissa ef hann endaði á því að sigra nú um helgina, til þess að toppa mig aftur.“

Woods er jafn í öðru sæti eftir tvo hringi á samtals fjórum höggum undir pari. Hann var um tíma einn í forystu á öðrum hringnum, en Corey Conners situr nú í efsta sætinu á sex höggum undir pari. 

Mickelson sagði einnig að hann og Woods hefðu orðið nánari undanfarin ár.

„Síðustu ár höfum við orðið nánari, þökk sjá Ryder Bikarsins og Forsetabikarsins. Hann hefur verið mikill leiðtogi í þessum mótum sem aðstoðarfyrirliði. Þannig við styðjum hvorn annan.“