Phil Mickelson búinn að ráða nýjan kylfubera

Fyrr á þessu ári sleit Phil Mickelson margra ára samstarfi sínu við kylfubera sinn Jim Mackay, betur þekktur sem Bones. Síðan þá hefur bróðir Mickelson, Tim Mickelson, verið á pokanum.

Talið var líklegt að Tim yrði aðeins tímabundið á pokanum, en nú hefur Phil tilkynnt að Tim Mickelson verður nýr kylfuberi sinn. Þetta kemur pínu á óvart þar sem Tim Mickelson hætti starfi sínu sem háskólaþjálfari fyrir rúmu ári síðan til þess að gerast umboðsmaður Jon Rahm.

Tim hættir því sem umboðsmaður Rahm og mun alfarið einbeita sér að pokanum hjá bróður sínum, en Phil mætir aftur til leiks í næsta mánuði þegar hann verður á meðal þátttakenda í CareerBuilder Challenge mótinu.


Tim Mickelson.