PGA: Woods staðfestir þátttöku sína á Memorial mótinu

Bandaríkjamaðurinn Tiger Woods staðfesti í dag þátttöku sína á Memorial mótinu sem fer fram dagana 31. maí - 3. júní á PGA mótaröðinni.

Woods bætist þar með í sterkan hóp keppenda en auk hans hafa þeir Justin Thomas, Rory McIlroy, Dustin Johnson og Jason Day allir boðað komu sína í mótið.

Woods hefur á sínum magnaða ferli fimm sinnum fagnað sigri á Memorial mótinu, síðast árið 2012. Þar að auki er þetta áttunda mótið hans á árinu en hann hefur ekki leikið á svo mörgum mótum á einu tímabili frá árinu 2015.

Mótshaldarinn Jack Nicklaus var að sjálfsögðu sáttur með Woods og tísti um málið: „Frábær keppendahópur Memorial mótsins varð enn betri í dag með staðfestingu frá fimmfalda sigurvegaranum Tiger Woods og efsta kylfingi heimslistans, Justin Thomas.“

 

Ísak Jasonarson
isak@vf.is