PGA: Woods í gegnum niðurskurðinn sjötta mótið í röð

Bandaríkjamaðurinn Tiger Woods komst í gær í gegnum niðurskurðinn á Players meistaramótinu sem er mót helgarinnar á PGA mótaröðinni.

Woods er samtals á höggi undir pari eftir fyrstu tvo hringi mótsins og verður því líklega ekki í toppbaráttunni að þessu sinni en engu að síður má finna jákvæða punkta í golfinu hans þessa dagana þar sem hann hefur nú komist í gegnum niðurskurðinn sex sinnum í röð. Síðast þegar það gerðist var Woods í efsta sæti heimslistans en hann situr í dag í 92. sæti.

Árangur Woods á tímabilinu er eftirfarandi:

Hero World Challenge, 9. sæti
Farmers Insurance Open, 23. sæti
Genesis Open, Niðurskurður
Honda Classic, 12. sæti
Valspar Championship, 2. sæti
Arnold Palmer Invitational, 5. sæti
Masters, 32. sæti
Wells Fargo Championship, 55. sæti

Ísak Jasonarson
isak@vf.is