PGA: Woodland efstur þegar fresta þurfti leik

Bandaríkjamaðurinn Gary Woodland var með eins höggs forystu þegar leik var frestað á öðrum keppnisdegi PGA meistaramótsins sem fer fram á Bellerive vellinum í Bandaríkjunum.

Woodland var einn þeirra sem náði að ljúka leik fyrir frestunina en hann er á 10 höggum undir pari sem er lægsta skor í sögu PGA meistaramótsins að tveimur hringjum loknum.

Næstur á eftir Woodland er Kevin Kisner en hann er á 9 höggum undir pari. Sigurvegari Opna bandaríska mótsins, Brooks Koepka, er í þriðja sæti á 8 höggum undir pari eftir frábæran hring, 63 högg.

Tiger Woods náði að leika 7 holur á öðrum hringnum og var kominn þrjú högg undir par á þeim kafla. Hann fer því út með fyrstu mönnum á morgun, laugardag, þegar kylfingar klára annan hring mótsins.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

1. Gary Woodland, -10
2. Kevin Kisner, -9
3. Brooks Koepka, -8
4. Dustin Johnson, -7
4. Charl Schwartzel, -7
4. Thomas Pieters, -7
4. Rickie Fowler, -7
8. Brandon Stone, -6

Tony Finau átti líklega skrautlegasta skorkort dagsins á fyrri níu. Hann fékk alls sjö fugla, einn skolla og einn þrefaldan skolla.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is