PGA: Webb Simpson með fimm högga forystu

Webb Simpson er með fimm högga forystu þegar tveimur hringjum er ólokið á Players mótinu sem fer fram nú um helgina á PGA mótaröðinni. Simpson er samtals á 15 höggum undir pari og er með fimm högga forystu á næstu menn.

Simpson átti magnaðan hring í gær og kom í hús á 63 höggum, sem er jöfnun á vallarmeti á TPC Sawgrass vellinum.

Þrír kylfingar eru jafnir í öðru sæti á 10 höggum undir pari. Það eru þeir Charl Schwartzel, Patrick Cantley og Danny Lee. Bæði Schwartzel og Lee léku á 66 höggum í gær á meðan lék Cantley á 68 höggum.

Þrír kylfingar eru síðan jafnir í fimmta sæti á níu höggum undir pari.

Tiger Woods lék á 71 höggi í gær og er samtals á einu höggi undir pari. Hann komst í gegnum niðurskurðinn, en þeir kylfingar sem voru á einu höggi undir og betur komust áfram.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.