PGA: Webb Simpson í algjörum sérflokki

Það má segja að Webb Simpson sé í algjörum sérflokki á Players mótinu. Eftir þrjá hringi er Simpson á 19 höggum undir pari og með sjö högga forystu á næstu menn. 

Fyrir daginn var Simpson með fimm högga forystu á 15 höggum undir pari. Hann lék annan hringinn á 63 höggum, eða níu höggum undir pari. Þó svo að hann hafi ekki leikið eins vel, þá lék hann engu að síður frábært golf á þriðja hringnum. Hann kom í hús á 68 höggum, eða fjórum höggum undir pari.

Danny Lee sem var í öðru sæti fyrir þriðja hringinn er enn í öðru sæti eftir að hafa leikið á 70 höggum. Hann er samtals á 12 höggum undir pari.

Efsti maður heimslistans, Dustin Johnson er svo einn í þriðja sæti á 10 höggum undir pari.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.