PGA: Uihlein með högg í forskot

Shriners Hospitals for Children mótið á PGA mótaröðinni hófst á fimmtudaginn. Bandaríkjamaðurinn Peter Uihlein fór best af stað en hann er með högg í forskot á næstu kylfinga.

Uihlein er enn í leit að sínum fyrsta sigri á PGA mótaröðinni en hann hefur bæði unnið á Evrópumótaröðinni og Áskorendamótaröðinni. Hann lék fyrsta hringinn í gær á 8 höggum undir pari.

Seth Reeves er í öðru sæti á 7 höggum undir pari, höggi á eftir Uihlein og höggi á undan Harold Varner III og Robert Streb.

Jordan Spieth, sem er að leika á sínu fyrsta móti á PGA mótaröðinni á tímabilinu, fór vel af stað og er jafn í 5. sæti á 5 höggum undir pari. Í viðtali eftir hring sagði Spieth að hann myndi líklega vinna þetta mót ef hann spilar alla hringi mótsins á þessu skori.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is