PGA: Uihlein heldur áfram að leika vel

Bandaríkjamaðurinn Peter Uihlein er með tveggja högga forystu eftir tvo hringi á Shriners Hospitals for Children Open sem er hluti af PGA mótaröðinni í golfi. 

Uihlein er samtals á 13 höggum undir pari en hann lék annan hringinn á 5 höggum undir pari eftir að hafa byrjað rólega. Uihlein var á parinu eftir 11 holur á öðrum hringnum en fékk fimm fugla á síðustu 7 holunum.

Robert Streb og Whee Kim deila öðru sætinu á 11 höggum undir pari, höggi á undan Harold Varner III, Abraham Ancer og Bryson DeChambeau.

Cameron Champ og Jordan Spieth, sem léku saman fyrstu tvo dagana, eru jafnir á 8 höggum undir pari. Champ komst á mikið flug á seinni níu þar sem hann fékk fimm fugla í röð.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is