PGA: Tveir jafnir á toppnum fyrir lokahringinn

Þriðji hringur á Greenbrier mótinu á PGA mótaröðinni var leikinn í gær og eru tveir kylfingar jafnir á toppnum fyrir lokahringinn sem fram fer í dag. Það eru þeir Harold Varner III og Kelly Kraft en þeir eru báðir á samtals 14 höggum undir pari. 

Varner lék hringinn í dag á fjórum höggum undir pari þar sem hann tapaði ekki höggi en fékk fjóra fugla sem allir komu á seinni 9 holunum. Kraft lék hins vegar á einu höggi undir pari og fékk þrjá fugla og tvo skolla, einnig allt á seinni 9 holunum. 

Þeir Xander Schauffele og Kevin Na eru svo jafnir í 3. sæti á samtals 13. höggum undir pari. Átta kylfingar eru þremur höggum eða minna á eftir efsta sætinu og því mikil spenna fyrir lokahringinn.

Hér má sjá stöðuna í mótinu.