PGA: Þrjú lið léku á 59 höggum

Fyrsti hringur QBE Shootout mótsins fór fram í gær á PGA mótaröðinni. Leikið er í tveggja manna liðum og eru 12 lið í mótinu þetta árið.

Á fyrsta keppnisdegi léku liðin eftir Texas Scramble leikfyrirkomulagi og léku þrjú lið á 59 höggum. Það voru þeir Patton Kizzire og Brian Harman, Graeme McDowell og Emiliano Grillo og Kevin Na og Bryson DeChambeau.

Liðin þrjú eru tveimur höggum á undan þremur liðum sem eru á 11 höggum undir pari. Þeirra á meðal eru þau Lexi Thompson og Tony Finau.

Í dag fer annar af þremur keppnisdögum mótsins fram. Á öðrum degi er spilað efir Greensome fyrirkomulaginu.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is