PGA: Þrír jafnir á toppnum þegar fresta þurfi leik

Það eru Bandaríkjamennirnir Patrick Cantlay og Sam Saunders og Norður Írinn Graeme McDowell sem eru jafnir á toppnum að loknum öðrum degi á Genesis Open mótinu. Þeir eru allir á sjö höggum undir pari.

Ekki náðu allir að ljúka leik á öðrum hring í gær vegna myrkurs og var Saunders einn af þeim sem náði ekki að ljúka leik. Hann var búinn með 15 holur og var á þremur höggum undir pari á hringnum.

Cantlay lék annan hringinn á 69 höggum, eða þremur höggum undir pari. Á hringnum fékk hann fimm fugla, tvo skolla og restina pör. McDowell átti besta hring gærdagsins. Hann fékk sjö fugla, tvo skolla og restina pör. Hringur upp á 66 högg, eða fimm högg undir pari, staðreynd.

Ryan Moore er einn í fjórða sæti á samtals sex höggum undir pari. Hann er búinn að leika báða hringina á 68 höggum, eða þremur höggum undir pari.

Leikur hefst að nýju klukkan 7:15 að staðartíma og hefst svo þriðji hringurinn strax í framhaldinu að loknum öðrum hring. Stöðuna í mótinu má sjá hérna.