PGA: Staðan á stigalistanum fyrir Players mótið

Eitt af stærstu mótum ársins á PGA mótaröðinni, Players meistaramótið, fer fram í vikunni á TPC Sawgrass vellinum.

Nú þegar 20 mót eru búin á tímabilinu eru línur farnar að skýrast á stigalista mótaraðarinnar en sigurvegari helgarinnar, Francesco Molinari, komst ekki ofar en í 20. sæti listans.

Xander Schauffele er enn efstur á stigalistanum en hann hefur sigrað á tveimur mótum á tímabilinu. Hann er ekki sá eini því Matt Kuchar er einnig búinn að sigra á tveimur mótum og situr hann í öðru sæti.

Einn stöðugasti kylfingur mótaraðarinnar, Charles Howell III, situr svo í þriðja, rétt fyrir ofan efsta mann listans sem er enn án sigurs, Gary Woodland.

Tiger Woods hefur farið rólega af stað á PGA mótaröðinni í ár og situr í 107. sæti fyrir mót vikunnar. Hann verður með á Players mótinu þrátt fyrir meiðsli í síðustu viku.

Staða efstu manna á stigalista PGA mótaraðarinnar er eftirfarandi:

1. Xander Schauffele, 1.298 stig
2. Matt Kuchar, 1.239 stig
3. Charles Howell III, 1.010 stig
4. Gary Woodland, 998 stig
5. Marc Leishman 966 stig
6. Justin Thomas, 948 stig
7. Rickie Fowler, 948 stig
8. Brooks Koepka, 871 stig
9. Phil Mickelson, 821 stig
10. Dustin Johnson, 770 stig


Matt Kuchar.


Charles Howell III.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is