PGA: Spieth komst ekki í gegnum niðurskurðinn

Dapurt gengi Jordan Spieth á golfvellinum heldur áfram en hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn á móti helgarinnar á PGA mótaröðinni, Mayakoba Classic.

Spieth, sem komst í fréttirnar á dögunum þar sem hann var utan topp-10 í heiminum í fyrsta sinn frá árinu 2014, lék fyrstu tvo hringina í Mexíkó á 2 höggum undir pari sem dugði ekki til að komast í gegnum niðurskurðinn.

Niðurskurðurinn á Mayakoba Classic var fjögur högg undir pari sem er frekar lágt skor enda er skor keppenda í mótinu mjög gott. 

Þrátt fyrir ungan aldur (25) hefur Jordan Spieth unnið 11 sinnum á PGA mótaröðinni og þar af þrisvar á risamóti. Hann hefur hins vegar ekki unnið mót frá því í júlí árið 2017 þegar hann stóð uppi sem sigurvegari á Opna mótinu en það er töluverður tími án sigurs á hans mælikvarða. Hann mun nú taka sér frí frá PGA mótaröðinni þar til í byrjun næsta árs.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is