PGA: Sex kylfingar jafnir á toppnum

Það var mikið jafnræði með mönnum á fyrsta degi Players mótsins sem hófst í gær. Sex kylfingar eru jafnir í efsta sætinu eftir fyrsta hring á samtals sex höggum undir pari.

Kylfingarnar sem léku á sex höggum undir pari, eða 66 höggum, eru þeir Webb Simpson, Dustin Johnson, Alex Noren, Chesson Hadley, Matt Kuchar og Patrick Cantley. 

Næstu menn eru á fimm höggum undir pari og eru samtals sex kylfingar á því skori. Þar á meðal er Si Woo Kim, sigurvegari síðasta árs. 

Tiger Woods lék seinni partinn í gær og kom hann í hús á 72 höggum, eða pari vallar. Hann situr jafn í 69. sæti eftir daginn.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.