PGA: Sabbatini með tveggja högga forystu

Fyrsti hringur RBC Heritage mótsins fór fram í gær á hinum fræga velli, Harbour Town. Það er Rory Sabbatini sem er í forystu eftir fyrsta hringinn, en hann kom í hús á 64 höggum og er með tveggja högga forystu á næstu menn.


18. holan á Harbour Town.

Sabbatini tapaði ekki höggi á hringnum í gær. Hann hóf leik á 10. braut og fékk hann fjóra fugla á fyrstu níu holunum. Á síðari níu holunum fékk hann þrjá fugla og restina par og lauk því leik á sjö höggum undir pari.

Fjórir kylfingar eru jafnir í öðru sæti á fimm höggum undir pari. Það eru þeir John Huh, Billy Horschel, Matt Kuchar og Chesson Hadley.

Efsti maður heimslistans, Dustin Johnson er á meðal keppenda. Hann kom í hús á tveimur höggum undir pari og er jafn í 20. sæti.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.