PGA: Henrik Stenson efstur eftir frábæran hring

Það er Svíinn Henrik Stenson sem er í forystu eftir fyrsta hring Arnold Palmer Invitational mótsins. Stenson lék hreint út sagt frábærlega og kom í hús á átta höggum undir pari, en skor voru almennt frekar góð á fyrsta hringnum.

Stenson byrjaði hringinn rólega og var á tveimur höggum undir pari eftir átta holur. Þá kom átta holu kafli þar sem að hann fékk sjö fugla, þar á meðal fimm í röð á holum níu til 14, og einn skolla. Síðustu tvær holurnar lék hann síðan á pari og kom hann því í hús á 64 höggum.

Tveir kylfingar eru jafnir í öðru sæti á sjö höggum undir pari. Það eru þeir Aaron Wise og Talor Gooch. 

Alls léku 47 kylfingar á undir pari. Þar á meðal var Tiger Woods, en eins og greint var frá fyrr í dag lék hann á 68 höggum, eða fjórum höggum undir pari og er hann jafn í sjöunda sæti eftir fyrsta hringinn.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.