PGA: Rory McIlroy sigraði á Arnold Palmer Invitational

Norður-Írinn Rory McIlroy stóð uppi sem sigurvegari á Arnold Palmer Invitational mótinu sem lauk í kvöld á PGA mótaröðinni. McIlroy lék hringina fjóra á 18 höggum undir pari og var frábær á lokahringnum sem hann lék á 8 höggum undir pari.

Lokahringur mótsins var æsispennandi og voru þeir Henrik Stenson, Bryson DeChambeau, Justin Rose, McIlroy og Tiger Woods allir í góðri stöðu þegar nokkrar holur voru eftir. McIlroy lék hins vegar ótrúlegt golf á síðustu níu holunum, fékk 5 fugla og fjögur pör og fagnaði sigri í fyrsta sinn á PGA mótaröðinni frá því í september árið 2016.

DeChambeau endaði einn í öðru sæti á 15 höggum undir pari, höggi á undan Rose. Tiger Woods varð að sætta sig við fimmta sætið en nánar er hægt að lesa um spilamennsku hans með því að smella hér.

Hér fyrir neðan má sjá sigurpútt McIlroy sem var magnað.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is