PGA: Rahm og Stenson deila forystunni

Spánverjinn Jon Rahm og Svíinn Henrik Stenson eru jafnir í forystu á Hero World Challenge mótinu sem fer fram á Bahama eyjum dagana 29. nóvember - 2. desember.

Rahm og Stenson eru báðir á 10 höggum undir pari en Rahm, sem hefur nú þegar sigrað á tveimur mótum á árinu, lék á 9 höggum undir pari á öðrum hringnum.

Dustin Johnson og Patrick Cantlay eru jafnir í 3. sæti á 9 höggum undir pari.

Gestgjafi mótsins, Tiger Woods, lék betur á öðrum keppnisdegi en þeim fyrsta og kom inn á 3 höggum undir pari. Hann er jafn í 14. sæti á 2 höggum undir pari.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@√f.is