PGA: Poulter í forystu fyrir lokahringinn á RBC Heritage

Englendingurinn Ian Poulter fer með eins höggs forystu inn í lokahringinn á RBC Heritage mótinu sem fer fram á PGA mótaröðinni eftir að hafa leikið þriðja hringinn á fjórum höggum undir pari.

Poulter er samtals á 13 höggum undir pari í mótinu og freistar þess að fagna sigri í annað skiptið á tímabilinu. Sú staða er í raun ótrúleg því þar áður sigraði Poulter á PGA mótaröðinni árið 2013 og var næstum því búinn að missa þátttökuréttinn á mótaröðinni í fyrra.

Luke List og Si Woo Kim deila öðru sætinu á 12 höggum undir pari, höggi á eftir Poulter. C. T. Pan og Billy Horschel koma svo því næst á 11 höggum undir pari.

Bryson DeChambeau, sem leiddi eftir þrjá hringi, náði sér ekki á strik á þriðja hringnum og kom inn á fjórum höggum yfir pari. Þar með kastaði hann í raun frá sér möguleikum á sigri í mótinu en hann hefur lokahringinn sjö höggum á eftir Poulter.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is