PGA: Potter gældi við 59 högg á Monterey Peninsula

Bandaríkjamaðurinn Ted Potter Jr. var í dag nálægt því að skrá nafn sitt í sögubækur PGA mótaraðarinnar þegar hann lék þriðja hringinn á AT&T Pebble Beach mótinu á 62 höggum.

Potter Jr. var í banastuði á Monterey Peninsula og lék fyrstu 9 holurnar á 7 höggum undir pari. Á seinni níu bætti hann við sig nokkrum fuglum og var kominn á 11 högg undir pari eftir 15 holur. Par vallarins er 71 sem þýddi að einn fugl á síðustu þremur holunum væri nóg fyrir Potter Jr. til að leika á minna en 60 höggum.

Því miður fyrir Potter Jr. þá náði hann ekki að bæta við sig fugli en hann fékk skolla á bæði 17. og 18. holu og endaði hringinn á 62 höggum eða 9 höggum undir pari. Hringurinn var engu að síður frábær og kom hann sér upp í efsta sæti þegar nokkrir kylfingar eiga eftir að ljúka leik á þriðja hringnum.

Hringur Potter Jr. var jafnframt sá lægsti á hans ferli á PGA mótaröðinni en lægsta skorið hans var 64 högg fyrir daginn í dag.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is