PGA: Piercy efstur eftir tvo hringi

Bandaríkjamaðurinn Scott Piercy er í efsta sæti eftir tvo hringi á CJ Cup mótinu sem fer fram á PGA mótaröðinni í golfi.

Piercy er samtals á 9 höggum undir pari í mótinu en hann lék annan hringinn á 7 höggum undir pari. Brooks Koepka lék einnig á 7 höggum undir pari og er í öðru sæti á 8 höggum undir pari.

Scott Piercy hefur unnið fjögur mót á PGA mótaröðinni á ferlinum. Síðasti titillinn kom fyrr á þessu ári á Zurich Classic mótinu.

Justin Thomas er jafn í 22. sæti á höggi undir pari en hann hefur titil að verja í mótinu.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is