PGA: Perez í forystu eftir tvo hringi

Bandaríkjamaðurinn Pat Perez er með eins höggs forystu þegar tveir hringir eru búnir á CIMB Classic mótinu sem er mót helgarinnar á PGA mótaröðinni. Mótið er haldið í Kuala Lumpur en Justin Thomas hefur titil að verja.

Perez er samtals á 13 höggum undir pari eftir tvo hringi og er með högg í forskot á nýliða ársins á PGA mótaröðinni Xander Schauffele.

Cameron Smith, Thomas Pieters og Sung Kang deila þriðja sætinu á 9 höggum undir pari.

Justin Thomas er jafn í 33. sæti eftir tvo hringi á þremur höggum undir pari. Hann þarf á góðri helgi að halda ætli hann sér að blanda sér í toppbaráttuna.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is