PGA: Paul Casey þurfti að draga sig úr keppni

Lokahringur BMW Championship mótsins er hafinn en vegna veðurs var ekki hægt að hefja leik í gær og er því vonast eftir að hægt verði að klára mótið í dag.

Paul Casey, sem nýlega var valinn í Ryder lið Evrópu, ákvað í morgun að draga sig úr keppni vegna eymsla í baki. Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs eru meiðslin ekki alvarleg og munu því ekki stöðva hann í því að leika fyrir lið Evrópu eftir þrjár vikur.

Fyrir helgina var Casey í 17. sæti á FedEx listanum og því öruggur með sæti á lokamóti ársins, Tour Championship mótinu. Það hefst 20. september og verður hann mættur til leiks þá.