PGA: Paul Casey sigraði eftir spennandi lokadag

Fjórða og síðasta hringnum á Valspar Championship mótinu lauk rétt í þessu og var það Englendingurinn Paul Casey sem stóð uppi sem sigurvegari. Casey lék á sex höggum undir pari í dag og lauk leik á samtals 10 höggum undir pari.

Tiger Woods var á meðal þátttakenda og var hann ekki langt frá því að landa sínum fyrsta PGA sigri í fimm ár. Hann endaði jafn í 2. sæti eftir að hafa leikið hringinn í dag á einu höggi undir pari. Tiger lauk því leik á samtals 9 höggum undir pari og var aðeins einu höggi frá því að komast í bráðabana. 

Patrick Reed endaði ásamt Tiger í 2. sæti, en hann lék hringinn í dag á þremur höggum undir pari. Í 4. sæti var svo Spánverjinn Sergio Garcia, á 8 höggum undir pari.

Hér má sjá lokastöðuna í mótinu.