PGA: Patton Kizzire hafði betur gegn Rickie Fowler

Patton Kizzire sigraði í gær sitt fyrsta PGA mót þegar að hann bar sigur úr býtum á OHL Classic mótinu. Kizzire og Rickie Fowler háðu mikla baráttu um sigurinn, en það var að lokum Kizzire sem hafði betur.

Fyrir lokahringinn var Kizzire á 15 höggum undir pari og Fowler á 14 höggum undir pari. Kizzire lék frábært golf á lokahringnum, en á honum tapaði hann ekki höggi, heldur fékk hann aðeins fjóra fugla og restina pör. Hringinn lék hann því á 67 höggum, eða fjórum höggum undir pari og samtals endaði hann mótið á 19 höggum undir pari.

Fowler lék líkt og Kizzire á 67 höggum. Hann var á einu höggi undir pari eftir níu holur. Á síðari níu holunum setti Fowler í sannkallaðan fuglagír og fékk þrjá fugla, þar af voru tveir af þeim á 16. og 17. braut. Það dugði ekki til því hann endaði á 18 höggum undir pari, einu höggi á eftir.

Þetta er fyrsti sigur Kizzire á PGA mótaröðinni, en hann hefur aðeins unnið tvö mót á Web.com mótaröðinni.

Hérna má sjá lokastöðuna í mótinu.