PGA: Nýliðinn Adam Svensson í forystu

Sony Open mótið á PGA mótaröðinni hófst í gær á Havaí og er það nýliðinn Adam Svensson sem er í forystu eftir fyrsta hring. Þrátt fyrir að hafa leikið á níu höggum undir pari er hann aðeins höggi á undan næsta manni.

Svensson, sem er frá Kanada, lék fyrri níu holurnar á fjórum höggum undir pari þar sem að hann fékk örn á níundu holunni. Á síðari níu holunum hélt hann áfram að fá fugla en þar fékk hann fimm fugla og endaði því hringinn á 61 höggi, eða níu höggum undir pari.

Höggi á eftir Svensson er Andrew Putnam. Hann lék á átta höggum undir pari og leit lengi vel út fyrir að hann yrði í forystu eftir hringinn.

Matt Kuchar er svo einn í þriðja sæti á sjö höggum undir pari.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.