PGA: Niemann leikur á sínu fyrsta móti sem atvinnukylfingur

Síle-búinn Joaquin Niemann mun leika í sínu fyrsta móti um helgina sem atvinnukylfingur þegar hann tekur þátt á Valero Texas Open mótinu á PGA mótaröðinni. Þessi 19 ára gamli kylfingur gerðist atvinnukylfingur á dögunum en áður hafði hann verið besti áhugakylfingur heims í tæplega ár.

Niemann ákvað að gerast atvinnukylfingur eftir að hafa leikið á Masters mótinu fyrr í mánuðinum en hann hafði einnig leikið á Opna bandaríska mótinu í fyrra, án þess að komast í gegnum niðurskurðinn.

Strákurinn ungi er nú þegar búinn að skrifa undir hjá stóru fyrirtækjunum PING og Adidas en hann mun spila með golfkylfur hjá því fyrrnefnda og klæðast fatnaði frá Adidas. Þess má geta að Niemann er yngsti kylfingurinn til að semja við Adidas frá árinu 1999 þegar Sergio Garcia skrifaði undir hjá fyrirtækinu, þá einnig 19 ára gamall.

Auk þess að leika á Valero Texas Open mótinu hefur Niemann fengið boð um að keppa á Wells Fargo Championship, AT&T Byron Nelson og Memorial mótinu sem fara fram á næstu vikum.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is