PGA: Marc Leishman frábær á fyrsta hring Byron Nelson mótsins

Fyrsti hringur AT&T Byron Nelson mótsins fór fram í dag, en mótið er hluti af PGA mótaröðinni. Trinity Forest, völlurinn sem mótið er leikið ár, opnaði árið 2016 og er þetta í fyrsta skipti sem PGA mót fer fram á þessum velli. Skor voru frábær í dag, en það var Marc Leishman sem lék best allra.

Leishman lék hreint út sagt frábært golf í dag. Hann hóf daginn á því að fá örn á fyrstu holunni og var það ekki eini örn dagsins, því hann fékk örn á 14. holunni. Auk þess að fá þessa tvo erni fékk hann sex fugla, en hann tapaði ekki neinu höggi í dag. Hringinn lék hann því í á 61 höggi, eða 10 höggum undir pari. Þar af lék hann síðari níu holurnar á 29 höggum.

Tveir kylfingar eru jafnir í öðru sæti á sjö höggum undir pari. Það eru þeir J.J. Spaun og Jimmy Walker.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.