PGA: Loksins sigraði Howell III aftur

Charles Howell III sigraði í dag á RSM Classic mótinu sem fór fram á PGA mótaröðinni dagana 15.-18. nóvember. Sigurinn var hans fyrsti í 11 ár á mótaröðinni og sá þriðji á ferlinum.

Grípa þurfti til bráðabana að fjórum hringjum loknum þar sem þeir Patrick Rodgers og Charles Howell III léku báðir á 19 höggum undir pari.

Á fyrstu holu bráðabanans léku þeir 18. holuna og voru báðir kylfingar mjög nálægt því að fá fugl. Par var niðurstaðan og því héldu þeir aftur niður 18. braut.

Úrslitin réðust á þeirri holu því Howell III setti niður gott fuglapútt á meðan Rodgers rétt missti sitt.

Með sigrinum er Howell III kominn upp í efsta sæti stigalistans á PGA mótaröðinni.

Webb Simpson endaði í 3. sæti í mótinu á 18 höggum undir pari. Rich Blaum og Luke List enduðu svo jafnir í 5. sæti á 17 höggum undir pari.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is