PGA: Kuchar í forystu í Mexíkó

Bandaríkjamaðurinn Matt Kuchar byrjaði vel á Mayakoba Golf Classic mótinu sem hófst á fimmtudaginn á PGA mótaröðinni í golfi.

Kuchar lék fyrsta hringinn á 7 höggum undir pari og er jafn þeim Kramer Hickok og Dominic Bozzelli í forystu í mótinu.

Kuchar hefur gengið í gegnum óvenju slæmt tímabil á sínum ferli undanfarin ár en hann sigraði síðast á PGA mótaröðinni árið 2014 og var ekki með í Ryder bikarnum í haust. 

Skor keppenda á fyrsta hring mótsins var nokkuð gott og til marks um það þá léku 15 kylfingar á 6 höggum undir pari og deila fjórða sæti í mótinu. Flottur hringur upp á þrjú högg undir pari hjá Cameron Champ skilaði honum einungis í 42. sæti 

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Hér fyrir neðan má sjá eitt af höggum dagsins:

Ísak Jasonarson
isak@vf.is