PGA: Kuchar í forystu | Champ með besta hring dagsins

Bandaríkjamaðurinn Matt Kuchar er í forystu eftir tvo hringi á Mayakoba Golf Classic mótinu sem fer fram í Mexíkó á PGA mótaröðinni. 

Kuchar er samtals á 14 höggum undir pari eftir tvo hringi en hann hefur leikið báða hringina á 7 höggum undir pari. Fyrsti skolli Kuchar í mótinu kom á 30. holunni hans í mótinu en hann svaraði því með tveimur fuglum á síðustu 6 holunum í dag.

Einn heitasti kylfingur heims um þessar mundir, Cameron Champ, lék annan hring mótsins á 9 höggum undir pari og er í öðru sæti í mótinu á 12 höggum undir pari.

Champ var á tímabili farinn að gæla við 59 högg en sætti sig á endanum við 62 högg eða 9 högg undir pari.


Cameron Champ.

Danny Lee, Whee Kim, Dominic Bozzelli, Patton Kizzire, Brian Gay, Anirban Lahiri og Richy Werenski deila þriðja sætinu í mótinu á 11 höggum undir pari.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is