PGA: Kevin Kisner enn í forystu

Þriðji hringur á PGA meistaramótinu var leikinn í dag í Norður-Karólínu fylki í Bandaríkjunum. Fyrir daginn voru það Kevin Kisner og Hideki Matsuyama sem voru jafnir í efsta sæti, á samtals 8 höggum undir pari. Þegar þetta er skrifað er lítið eftir af þriðja hring og er Kevin Kisner með eins höggs forystu á Chris Stoud.

Kisner hefur lokið við 16 holur og er hann á parinu í dag. Hann var kominn á samtals 10 högg undir pari en tvöfaldur skolli á 16. holunni gerði það að verkum að hann er aftur kominn á 8 högg undir par. Stroud hefur lokið við 17 holur og er á samtals 7 höggum undir pari. 

Hideki Matsuyama hefur lokið við 16 holur og lék hann þær á tveimur höggum yfir pari. Þar með er hann kominn tveimur höggum á eftir efsta sætinu, og situr í 3. sæti á samtals 6 höggum undir pari.

Hér má sjá stöðuna í mótinu.