PGA: Kevin Na sigraði á sínu öðru móti

Lokadagur Greenbrier mótsins var leikinn í gær og var það Kevin Na sem stóð uppi sem sigurvegari. Þetta var annað mótið sem hann vinnur á PGA mótaröðinni en fyrsti sigur hans kom árið 2011.

Na lék lokahringinn á 64 höggum eða sex höggum undir pari. Hann fékk sjö fugla, einn skolla og restina pör. Mótið endaði Na á samtals 19 höggum undir pari en til gamans má geta að síðustu þrjá hringina lék Na á samtals 18 höggum undir pari.

Fimm höggum á eftir varð Kelly Kraft sem leiddi fyrir lokahringinn. Kraft lék á 70 höggum í gær eða pari vallar og endaði mótið á samtals 14 höggum undir pari.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.