PGA: Kelly Kraft efstur á 13 höggum undir pari

Það er Kelly Kraft sem er í forystu eftir tvo hringi á Greenbrier mótinu á PGA mótaröðinni. Kraft er með eins höggs forystu á næstu menn.

Kraft er búinn að leika gríðarlega stöðugt golf fyrsta tvo dagana. Hann lék fyrsta hringinn á 64 höggum eða sex höggum undir pari og kom svo í hús á 63 höggum í gær. Eftir tvo hringi er hann því samtals á 13 höggum undir pari.

Jafnir í öðru sæti á 12 höggum undir pari eru þeir Anirban Lahiri og Webb Simpson. Lahiri gerði sér lítið fyrir og lék á 61 höggi í gær eða níu höggum undir pari. Hann fékk níu fugla á hringnum og níu pör.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.