PGA: Johnson og Spieth efstir á Travelers Championship

Bandaríkjamennirnir Zach Johnson og Jordan Spieth eru í forystu á PGA mótaröðinni eftir fyrsta hringinn á Travelers Championship mótinu. Báðir léku þeir á 7 höggum undir pari á fyrsta degi og eru með högg í forskot á næstu kylfinga.

Johnson var í miklum ham á seinni níu holunum í gær en hann fékk sex fugla í röð frá holu 11-16. Spieth var aftur á móti kominn fjögur högg undir par strax eftir fimm holur.

Peter Malnati, Brian Harman og Rory McIlroy deila þriðja sætinu á 6 höggum undir pari. McIlroy gerði einu mistök dagsins á 18. holu þar sem hann fékk skolla. Þess utan var hann með sjö fugla og 10 pör.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is