PGA: Johnson og Landry deila efsta sætinu

Það eru þeir Zach Johnson og Andrew Landry sem deila efsta sætinu fyrir lokahringinn á Valero Texas Open mótinu. Þeir eru báðir á 13 höggum undir pari, en það var samt Trey Mullinax sem stal senunni í gær með nýju vallarmeti. Lesa má nánar um það hérna.

Johnson var í forystu fyrir daginn í gær á níu höggum undir pari. Hann lék á 68 höggum í gær, eða fjórum höggum undir pari og náði því að fylgja vel eftir góðum öðrum hring. 

Landry var einu höggi á eftir Johnson fyrir þriðja hringinn. Hann lék annan daginn í röð á 67 höggum, eða fimm höggum undir pari. Þeir eru báðir eftir daginn á 13 höggum undir pari.

Einn í öðru sæti á 12 höggum undir pari er Trey Mullinax. Hann setti nýtt vallarmet þegar að hann kom í hús á 62 höggum, eða 10 höggum undir pari.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.


Andrew Landry.