PGA: Jafnt á toppnum fyrir lokahringinn

Tony Finau, Jon Rahm og Henrik Stenson eru jafnir í efsta sæti á Hero World Challenge mótinu fyrir lokahringinn. Mótið er hluti af PGA mótaröðinni en gestgjafinn er enginn annar en Tiger Woods.

Rahm, Finau og Stenson eru allir á 13 höggum undir pari eftir þrjá hringi.

Tveimur höggum á eftir kylfingunum þremur er Gary Woodland í 4. sæti.

Gestgjafinn Woods er neðstur í mótinu á 2 höggum undir pari. Hann byrjaði illa á þriðja hringnum og var á þremur höggum yfir pari eftir þrjár holur en rétti úr kútnum og kláraði hringinn á parinu.

Alex Noren gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi. Hann er jafn í 8. sæti á 8 höggum undir pari.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is