PGA: Gary Woodland með þriggja högga forystu

Gary Woodland er með þriggja högga forystu fyrir lokahringinn á Sentry Tournament of Champions. Woodland er á samtals 17 höggum undir pari eftir að hafa leikið á 68 höggum í gær.

Á hringnum fékk Woodland einn skolla, fjóra fugla og einn glæsilegan örn sem kom á 15. holunni. Þar setti hann niður rúmlega 20 metra pútt fyrir erni. Hann lék því hringinn á fimm höggum undir pari.

Einn í öðru sæti er Rory McIlroy. Hann er á samtals 14 höggum undir pari en hann lék á 68 höggum líkt og Woodland. Í þriðja sæti er svo Marc Leishman en hann lék líka á 68 höggum.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.