PGA: Dustin Johnson kominn í efsta sætið

Bandaríkjamennirnir Dustin Johnson og Beau Hossler eru jafnir í efsta sætinu eftir tvo hringi á AT&T Pebble Beach Pro/Am sem fer fram á PGA mótaröðinni þessa dagana.

Johnson og Hossler eru báðir á 12 höggum undir pari eftir hringina tvo en Johnson lék annan hringinn á 7 höggum undir pari og var í miklu stuði.

Tveimur höggum á eftir efstu kylfingunum eru þeir Troy Merritt og Julian Suri á 10 höggum undir pari. Phil Mickelson, Jon Rahm og Jason Day eru svo meðal þeirra kylfinga sem deila fimmta sætinu á 9 höggum undir pari.

Norður-Írinn Rory McIlroy náði sér ekki almennilega á strik á öðrum hringnum og kom inn á þremur höggum undir pari. Hann er samtals á höggi undir pari eftir tvo hringi og er jafn í 87. sæti.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is