PGA: DeChambeau sigraði á Shriners Hospitals for Children Open

Bandaríkjamaðurinn Bryson DeChambeau fagnaði í dag sigri á PGA mótaröðinni í fimmta skiptið á ferlinum þegar hann spilaði manna best á Shriners Hospitals for Children Open mótinu.

DeChambeau lék hringina fjóra í mótinu á 21 höggi undir pari og endaði að lokum höggi á undan Patrick Cantlay sem varð annar.

DeChambeau hefur nú unnið þrjú af síðustu 5 mótum sem hann hefur spilað í sem er magnaður árangur.

Högg dagsins kom á 16. holu þar sem DeChambeau setti niður langt pútt fyrir erni. Myndband af púttinu má sjá hér fyrir neðan.

Sam Ryder endaði þriðji á 19 höggum undir pari eftir frábæran lokahring þar sem hann lék á 9 höggum undir pari.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is